Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Mun Xavi Sabate taka við ungverska landsliðnu

Samkvæmt nokkrum ungverskum miðlum eru ungverska handknattleikssambandið að leita að nýjum landsliðsþjálfara. Því lítur út fyrir að Ljubomir Vranjes muni ekki halda áfram með liðið eftir að hafa verið rekinn frá Veszprém. En samningur hans við ungverska sambandið var eitthvað tengdur samningi hans við Veszprém og hjálpaði sambandið einmitt til við að borga þá 1 milljón evra sem þurfti til þess að losa Vranjes frá Flensburg.

Sá sem er talinn líklegastur til þess að taka við landsliðinu er Spánverjinn Xavi Sabate en hann þjálfaði liðið 2016-2017. Sabate er nú að þjálfa pólska liðið Wisla Plock. Undir stjórn Sabate komst ungverska landsliðið í 8-liða úrslitin á HM 2017. Sabate þjálfaði einnig Veszprém og hann kom liðinu tvívegis í Final4 og tapaði meðal annars úrslitaleiknum 2016 gegn Vardar eftir sögulegan leik.