Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Olísdeild karla | FH með nauman sigur á Gróttu

einn leikur fór fram í Olísdeild karla í gærkvöldi þegar að FH tók á móti Gróttu. það var ljóst frá byrjun að gestirnir ætluðu sér að selja sig dýrt í þessum leik og voru síst slakari aðilinn í leiknum. það munaði aldrei meira en 2 mörkum á liðunum en hafnfirðingar höfðu að lokum eins marks sigur 28-27. Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu var maður leiksins en hann varði alls 23 skot í leiknum.

Olís deild karla | Úrslit

FH 28-27 Grótta (14-13)

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8, Jóhann Birgir Ingvarsson 7, Ágúst Birgisson 5, Einar Rafn Eiðsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 2, Birkir Fannar Bragason 1, Davíð Stefán Reynisson 1, Jóhann Kaldal Jóhannsson 1.

Mörk Gróttu: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 10, Leonharð Þorgeir Harðarson 4, Sveinn José Rivera 3, Vilhjálmur Geir Hauksson 2, Alexander Jón Másson 2, Magnús Öder Einarsson 1, Árni Benedikt Árnason 1, Bjartur Guðmundsson 1, Sigfús Páll Sigfússon 1, Ágúst Emil Grétarsson 1, Hannes Grimm 1.