Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Olísdeild karla | Grótta með sinn fyrsta sigur

Einn leikur fór fram í Olísdeild karla þegar að Grótta sótti KA-menn heim. Gróttumenn byrjuðu leikinn betur en heimamenn voru fljótir að ranka við sér og höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik 14-10. Gestirnir mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og voru fljótir að vinna upp forskot KA. Lokamínúturnar voru æsispennadi og átti KA meðal annar skot í stöngina á lokasekúndum leiksins. En Gróttu tókst að vinna eins marks sigur 22-21 og fyrsti sigur þeirra í deildinni staðreynd. KA hefur hins vegar tapað tveimur leikjum í röð núna. Fjórðu umferðinni lýkur svo með leik ÍBV og Selfoss á miðvikudaginn.

Olísdeild karla | Úrslit

KA 21-22 Grótta (14-10)

Mörk KA: Dagur Gautason 5, Sigþór Gunnar Jónsson 4, Áki Egilsnes 4, Allan Norðberg 4, Sigþór Árni Heimisson 2, Daníel Matthíasson 1, Jón Heiðar Sigurðsson 1.

Varin skot: Jovan Kukobat 13.

Mörk Gróttu: Sveinn Jose Rivera 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4, Bjartur Guðmundsson 4, Alexander Jón Másson 3, Magnús Öder Einarsson 3, Árni Benedikt Árnason 2, Ágúst Emil Grétarsson 2.

Varin skot: Heiðar Levý Guðmundsson 14, Sverrir Andrésson 1.

Staðan í Olísdeild karla

stöðuskilti_oliskk_1819_4umf.jpg