Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Olísdeild karla | Jafnt á Selfossi | Valur fór illa með Stjörnuna

Tveir leikir fóru fram í Olísdeild karla í kvöld. Stjarnan og Valur áttust við í Garðabænum þar sem Valur hreinlega rúllaði yfir heimamenn 37-21 eftir að hafa leidd í hálfleik 18-9. Það var öllu skemmtilegri leikur sem fór fram á Selfossi þegar að heimamenn tóku á móti Aftureldingu. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og náðu snemma forystu í leiknum sem og þeir höfðu tveggja marka forystu 15-13 í hálfleik. Það sama var uppi á teningnum í þeim síðari og allt útlit fyrir að gestirnir væru að fara næla sér í tvö stig. En þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum hrukku heimamenn í gang og þegar 8 mínútur voru eftir náðu þeir að jafna leikinn 25-25. Eftir það var jafnt á öllum tölum og þegar flautað var til leiksloka var staðan jöfn 29-29.

Stjarnan 21-37 Valur (9-18)

Mörk Stjörnunnar: Aron Dagur Pálsson 5, Viktor Jóhannsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 3, Hrannar Bragi Eyjólfsson 2, Starri Friðriksson 2, Hörður Kristinn Örvarsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Ari Pétursson 1, Garðar Benedikt Sigurjónsson 1.

Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 10, Sigurður Ingiberg Ólafsson 1.

Mörk Vals: Ásgeir Snær Vignisson 6, Alexander Örn Júlíusson 6, Agnar Smári Jónsson 6, Anton Rúnarsson 5, Vignir Stefánsson 3, Róbert Aron Hostert 3, Ýmir Örn Gíslason 2, Ryuto Inage 2, Úlfar Monsi Þórðarson 2, Arnór Snær Óskarsson 1, Orri Freyr Gíslason 1.

Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 17.

Selfoss 29-29 Afturelding (13-15)

Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 7, Alexander Már Egan 6, Einar Sverrisson 5, Haukur Þrastarson 4, Árni Steinn Steinþórsson 3, Hergeir Grímsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 1, Pawel Kiepulski 1.

Varin skot: Pawel Kiepulski 12, Helgi Hlynsson 7.

Mörk Aftureldingar: Elvar Ásgeirsson 9, Júlíus Þórir Stefánsson 6, Birkir Benediktsson 4, Finnur Ingi Stefánsson 2, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Tumi Steinn Rúnarsson 2, Einar Ingi Hrafnsson 2, Böðvar Páll Ásgeirsson 2.

Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 17.

Olísdeild karla | Staðan

stöðuskilti_oliskk_1819_2umf.jpg