Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Olísdeild karla | Selfoss sigraði ÍBV

Lokaleikur fjórðu umferðar í Olísdeild karla fór fram í dag þegar að ÍBV og Selfoss áttust við í Vestmannaeyjum. Það var boðið uppá háspennu í þessum leik en heimamenn voru þó með frumkvæðiði í fyrri hálfleik og fóru með þriggja marka forystu 15-12 inní hálfleikinn. ÍBV voru áfram sterkari aðillinn í síðari hálfleiknum og þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan 23-20 heimamönnum í vil. En þá vöknuðu Selfyssingar og þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum komust þeir yfir 24-25 og unnu að lokum tveggja marka sigur 25-27. Með þessum sigri er Selfoss komið með sjö stig, jafnmörg og Valur og FH en ÍBV er aðeins með þrjú stig eftir þessar fjórar umferðir.

ÍBV 25-27 Selfoss (15-12)

Mörk ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 6, Sigurbergur Sveinsson 5, Theodór Sigurbjörnsson 4, Dagur Arnarsson 4, Kristján Örn Kristjánsson 3, Magnús Stefánsson 1, Grétar Þór Eyþórsson 1, Hákon Daði Styrmisson 1.

Varin skot: Kolbeinn Aron Ingibjargarson 21.

Mörk Selfoss: Guðni Ingvarsson 10, Haukur Þrastarson 7, Einar Sverrisson 6, Hergeir Grímsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Elvar Örn Jónsson 1.

Varin skot: Pawel Kiepulski 14.