Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Olísdeild kvenna | Fram sigraði Stjörnuna með 23 mörkum | HK með annan sigurinn í röð

Tveir leikir fóru fram í Olísdeild kvenna í kvöld. HK sigraði sinn annan leik í röð þegar að liðið lagði Selfoss að velli 27-25 en staðan í hálfleik var 15-13 HK í vil. Með sigrinum er HK komið í annað sætið í Olísdeild kvenna en Selfoss í því sjöunda með eitt stig. Í hinum leik kvöldsins burstaði Fram lið Stjörnunar þegar að þær unnu 23 marka sigur 47-24. Hreint ótrúlegar tölur sérstaklega þar sem margir spáðu því að Stjarnan myndi vera berjast á toppi deildarinnar. Þórey Rósa Stefánsdóttir fór hamförum í leiknum en hún skoraði 14 mörk. Fram er því enn ósigraðar í deildinni með 6 stig en Stjarnan situr á botninum með aðeins eitt stig.

Olísdeild kvenna

HK 27-25 Selfoss (15-13)

Mörk HK: Tinna Sól Björg­vins­dótt­ir 6, Elva Ar­in­bjarn­ar 5, Daj­ana Jovanovska 5, Dí­ana Krist­ín Sig­mars­dótt­ir 4, Sig­ríður Hauks­dótt­ir 2, Eva Hrund Harðardótt­ir 2, Val­gerður Ýr Þor­steins­dótt­ir 2, Helena Ósk Kristjáns­dótt­ir 1.

Mörk Selfoss: Perla Ruth Al­berts­dótt­ir 8, Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir 5, Kristrún Steinþórs­dótt­ir 4, Harpa Sól­veig Brynj­ars­dótt­ir 3, Sara Boye Sör­en­sen 3, Agnes Sig­urðardótt­ir 1, Car­men Palam­ariu 1.

Stjarnan 24-47 Fram (11-20)

Mörk Stjörnunnar: Freydís Jara Þórsdóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Dagný Huld Birgisdóttir 3, Auður Ómarsdóttir 3, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Steinunn Guðjónsdóttir 1, Elísabet Gunnarsdóttir 1.

Mörk Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 14, Berglind Benediktsdóttir 9, Karen Knútsdóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 5, Steinunn Björnsdóttir 4, Hafdís Shizuka Iura 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Elva Þóra Arnardóttir 1.