Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Olísdeild kvenna | KA/Þór með góðan sigur á Selfossi | Jafnt í eyjum

Tveir leikir fóru fram í kvöld í Olísdeild kvenna. KA/Þór fóru austur á Selfoss þar sem þær unnu góðan 23-18 sigur. Staðan í hálfleik var 13-9 í hálfleik gestunum í vil og þá forystu létu þær aldrei af hendi. Það var boðið uppá meiri spennu í Vestmannaeyjum þegar að ÍBV og Valur mættust. Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik þar sem leikmenn liðanna kepptust um að skjóta í markstangirnar. Valur hafði eins marks forystu í hálfleik 10-9 og byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti. Eftir tíu mínútna leik komust þær í fjögurra marka forystu 14-10 en þá small vörn heimastúlkna ásamt því að Guðný Jenný Ásmundsdóttir lokaði markinu. Þegar átta mínútur voru eftir af leiknum voru heimastúlkur búnar að snúa leiknum sér í vil og náðu fjögurra marka forystu 18-14. En Þær náðu ekki að skora mark á þessum átta mínútum sem voru eftir af leiknum og það nýttu gestirnir sér í vil. Lovísa Thompson náði að jafna leikinn 18-18 þegar um ein og hálf mínúta var eftir. Fleiri urðu mörkin ekki og jafntefli því staðreynd. Valur og ÍBV eru jöfn með 5 stig, KA/Þór er komið með fjögur stig en Selfoss situr á botninum með eitt stig.

Olísdeild kvenna | úrslit kvöldsins

Selfoss 18-23 KA/Þór (9-13)

Mörk Selfoss: Sara Boye Sörensen 6, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1.

Mörk KA/Þórs: Marta Hermannsdóttir 9, Katrín Vilhjálmsdóttir 5, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 1, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 1, Ásdís Guðmundsdótta 1.

ÍBV 18-18 Valur (9-10)

Mörk ÍBV: Greta Kavaliuskaite 6, Arna Sif Pálsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 3, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 1, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1.