Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Olísdeild kvenna | Selfoss og Stjarnan gerðu jafntefli

Einn leikur fór fram í Olísdeild kvenna í gærkvöldi þegar að Selfoss og Stjarnan mættust á Selfossi. Stjarnan byrjaði leikinn betur en Selfoss náði takti um miðjan hálfleikinn og komust í þriggja marka forystu. Því frumkvæði náðu heimastúlkur að halda út hálfleikinn og leiddu 17-15 í hálfleik. Stjarnan náði góðu áhlaupi í síðari hálfleiknum og um miðjan síðari hálfleikinn náðu þær þriggja marka forystu 26-23. Lokamínúturnar voru æsispennani en Stjarnan fór í sókn þegar rúm mínúta var eftir en misstu boltann þegar um hálf mínúta var eftir. Það náðu Selfoss að nýta sér þegar Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sitt 12 mark í leiknum og jafnaði metin 34-34.

Selfoss 34-34 Stjarnan (17-15)

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 12, Perla Ruth Albertsdóttir 8, Carmen Palamariu 6, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Sara Boye Sörensen 2, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1.

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 11, Áslaug Ýr Bragadóttir 2.

Mörk Stjörnunnar: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 10, Elísabet Gunnarsdóttir 6, Þórhildur Gunnarsdóttir 6, Dagný Huld Birgisdóttir 5, Stefanía Theodórsdóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 2, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 2, Elín Anna Baldursdóttir 1.

Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 15.

Olísdeild kvenna | Staðan

stöðuskilti_oliskv_1819_2umf.jpg