Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Olísdeild kvenna | Selfoss semur við 6 leikmenn

Handknattleiksdeild Selfoss endurnýjaði á dögunum samninga við sex stúlkur úr 3.flokki félagsins tveggja ára. Það eru þær Sigríður Lilja Sigurðardóttir, Elín Krista Sigurðardóttir, Rakel Guðjónsdóttir, Katla María Magnúsdóttir, Agnes Sigurðardóttir og Sólveig Erla Oddsdóttir. Þær voru allar viðloðandi meistaraflokk að einhverju leyti í fyrra og munu verða það áfram í vetur. Selfoss liðið verður skipað ungum og efnilegum leikmönnum sem eru mestu leiti heimastúlkur og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með þeim í vetur í Olísdeild kvenna. Á myndina vantar Sólveigu Erlu.

selfoss.jpg