Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Olísdeild kvenna | Valur með öruggan sigur á Haukum

Lokaleikur þriðju umferðar Olísdeildar kvenna fór fram í kvöld þegar að Valur tók á móti Haukum. Það var jafnræði með liðnum í byrjun en Valsstúlkur náðu að þriggja marka forystu undir lok hálfleiksins, en Haukar náðu að skora seinasta mark hálfleiksins og staðan 12-10 Val í vil. Það var allt annað að sjá til Valsliðsins í síðari hálfleiknum en eftir aðeins tíu mínútna leik voru þær komnar þi fimm marka forystu 18-13. Þá forystu létu þær aldrei af hendi og unnu að lokum sjö marka sigur 27-20. Með þessum sigri er Valur komið með 4 stig og eru í 2-4 sæti ásamt HK og ÍBV en Haukar eru með tvö stig í 6.sæti deildarinnar.

Olísdeild kvenna | Úrslit

Valur 27-20 Haukar (12-10)

Mörk Vals: Morgan Marie Þorkelsdóttir 6, Lovísa Thompson 6, Sandra Erlingsdóttir 3, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Alina Molkova 1, Gerður Arinbjarna 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1.

Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16.

Mörk Hauka: Karen Helga Díönudóttir 6, Berta Rut Harðardóttir 3, Ramune Pekarskyte 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Maria Pereira 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Vilborg Pétursdóttir 1, Hekla Ámundadóttir 1.

Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 6, Selma Jóhannsdóttir 3.

Olísdeild kvenna | Staðan

stöðuskilti_oliskv_1819_3umf.jpg