Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Ragnheiður ætlar að eyða sumrinu í Rússlandi

Stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir átti góðan leik og skoraði 9 mörk þegar íslenska U20-landsliðið í handknattleik lagði Hvít-Rússa 32-21 í Strandgötu í Hafnarfirði. Leikurinn er sá fyrsti hjá stelpunum í undankeppni HM, sem haldið verður í Rússlandi í sumar.

Ragnheiður þakkaði liðsheildinni sigurinn og stefnir á gott sumar í Rússlandi!