Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Sander Sagosen og Anna Vyakhireva leikmenn októbermánaðar

Sander Sagosen og Anna Vyakhireva hafa verið útnefnd leikmenn októbermánaðar af EHF. Þau þóttu skara framúr af þeim leikmönnum sem komu til greina í útnefningunni að þessu sinni.

Leikmaður október í karlaflokki | Sander Sagosen

Þótt að Sagosen hafi aðeins skorað sjö mörk með liði sínu, PSG í tveimur leikjum liðsins í október þá lék hann gríðarlega vel í þessum leikjum og stóð vaktina í fjarverju Nikola Karabatic. Þessi 23 ára Norðmaður er á sínu öðru ári hjá franska liðnu er óðum að komast í sitt besta form.

"Ég er gríðarlega ánægður með að vera útnefndur besti leikmaður mánaðarins. Þetta er í raun viðurkenning fyrir alla vinnuna sem ég og liðið allt leggjum á okkur á hverjum degi. Það sýnir einnig að við erum á réttri leið. Það er draumi líkast að spila í Meistaradeildinni. Ég elska að takast á við áskorunina að spila gegn bestu liðum og leikmönnum heims um hverja helgi", sagði Sagosen þegar hann var spurður útí viðurkenninguna.

5 efstu í kjöri sem leikmaður októbermánaðar

  1. Sander Sagosen - PSG
  2. Johan Hansen - Bjerringbro-Silkeborg
  3. Alex Dujshebaev - Vive Kielce
  4. Uwe Gensheimer - PSG
  5. Roland Mikler - Veszprém

Leikmaður október í kvennaflokki | Anna Vyakhireva

Rostov-Don hefur verið að spila vel í Meistaradeild kvenna en liðið er á toppi B-riðils og hefur nú þegar tryggt sér sæti í milliriðlum. Venju samkvæmt er Anna Vyakhireva ein af lykilleikmönnum liðsins en hún skoraði 25 mörk í þremur leikjum liðsis í október. Eftir að hún skoraði sjö mörk í síðasta leik þá er hún í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn Meistaradeildar kvenna með 32 mörk. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem Vyakhireva er valin leikmaður mánaðarins en hún var einnig valin í leikmaður júnímánaðar.

"Þetta er öðruvísi tilfinning núna vegna þess í júní spilaði ég bara nokkra landsleiki. En þetta er alltaf mikill heiður að fá þessi verðlaun þó að framistaða liðsins er alltaf mikilvægari fyrir mér en einstaklings verðlaun. Ég mun halda áfram að bæta mig og það eru alltaf einhverjir hlutir sem maður getur lagað. En liðinu gengur vel núna í Meistaradeildinni en markmiðið okkar er að vinna þá tvo leiki sem við eigum eftir í riðlinum og eftir það setjum við okkur ný markmið", sagði Vyakhireva við útnefninguna.

5 efstu í kjöri sem leikmaður októbermánaðar

  1. Anna Vyakhireva - Rostov-Don
  2. Aniko Kovacsics - FTC
  3. Cristina Neagu - CSM
  4. Eduarda Amorim - Györi ETO
  5. Ana Gros - Brest