Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Síðustu 10 sekúndur í leik Víkings og Þróttar skulu leiknar aftur

Dómstóll HSÍ hefur í dag komist að þeirri niðurstöðu að síðustu 10 sekúndur í leik Víkings og Þróttar sem fram fór 20. september skulu leiknar aftur. Ekki liggur fyrir hvenær þessar síðustu sekúndur verða leiknar en skrifstofa HSÍ mun ákveða það í samráði við viðkomandi lið.

Málsatvik voru þau að þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum gáfu dómarara leiksins markverði Þróttar 2 mínútna brottvísun fyrir tefja leikinn. Auk þess komust þeir að þeirri niðurstöðu að bera skyldi að dæma vítakast þar sem atvikið ætti sér stað á síðustu 30 sekúndum leiks. Eins og áður segir hefur dómstóll HSÍ nú komist að þeirri niðurstöðu að þetta var röng ákvörðun hjá dómurum leiksins og því þurfi að leika þessar tíu sekúndur aftur.

Hér má sjá dóminn í heild sinni

(https://www.hsi.is/library/Skrar/Um-HSi/Nefndir-og-domstolar/Domstoll-HSi/2018/D%C3%B3mur%20%C3%AD%20k%C3%A6rum%C3%A1li%202.2018.pdf)