Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Sola sló Larvik útúr norska bikarnum

4.umferð norsku bikarkeppninar fór fram í gærkvöldi og þar urðu heldur betur óvænt úrslit þegar að 1.deildar lið Sola sló út úrvalsdeildarlið Larvik. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Larvik sem liðið kemst ekki áfram úr 4.umferð. Það var ljóst frá upphafi að leikmenn Larvik voru ekki með fulla einbeitinu á verkefnið, hugsanlega var sú staðreynd að fyrsti leikur liðsins í Meistaradeildinni er á næstkomandi sunnudag að trufla þær.

Sola var með frumkvæðið í leiknum frá upphafi eftir og komust í sex marka forystu 13-7 þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Larvik náði að minnka munin niður í þrjú mörk 15-12 í upphafi síðari hálfleiks en þrjú mörk í röð frá Camilla Herrem kom heimastúlkum aftur í sex marka forystu. Leikmönnum Larvik tókst aðeins að laga stöðuna í undir lok leiksins og koma þannig í veg fyrir algera niðurlægingu en lokastaðan 28-25 Sola í vil.

Þar með var það ljóst að 1.deildarlið Sola var í pottinum þegar það var dregið í 8-liða úrslitin í morgun ásamt 7 liðum úr úrvalsdeildinni.

Þetta eru viðureignirnar í 8-liða úrslitum

Molde – Fredrikstad

Byåsen – Storhamar

Sola – Oppsal

Vipers – Fana