Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Þórhildur: Hlustum ekkert á "spekinga"

Stjörnukonan Þórhildur Gunnarsdóttir hefur fulla ástæðu til að gleðjast í dag. Garðbæingar tryggðu sér sæti í æurslitaleik bikarkeppninnar í handbolta með 26-21 sigri gegn Fylki og Þórhildur átti einnig afmæli.

Þessi fjölhæfi leikmaður skoraði fimm mörk í leiknum og segir það hluta af sálfræðistríði að stilla Stjörnunni upp sem "stóra liðinu" í þessum leik. Stjörnustelpur hlusti þó ekkert á slíkt þvaður og skapi sína eigin gæfu.