Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Þýski handboltinn | Alexander semur til 2021 við Rhein-Neckar Löwen

Í morgun var tilkynnt um það að Alexander Petersson hefði ákveðið að framlengja samninginn sinn við Rhein-Neckar Löwen til ársins 2021. Þetta þýðir að Alexander mun verða samningsbundinn þýska liðinu til fertugs og því töluverðar líkur að hann ætli sér að klára ferilinn hjá félaginu. Alexander gekk til liðs við Rhein-Neckar Löwen árið 2012 frá Fuchse Berlín.