Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Þýski handboltinn | Filip Taleski semur við Balingen

Makedónski landsliðsmaðurinn Filip Taleski hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Rhein-Neckar Löwen og ganga til liðs við Balingen. Taleski var með samning við Rein-Neckar Löwen til ársins 2021 en Balingen ákvað að kaupa upp þann samning. Taleski metur það sem svo að hann muni fá fleiri tækifæri með Balingen. Þýska úrvalsdeildin hefst á fimmtudaginn með leik Nordhorn og Bergischer. En á morgun er leikur Flensburg og Kiel í Meistarakeppni Þýskalands og verður sá leikur sýndur á SportTV og hefst hann kl 17.30.