Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Þýski handboltinn | Flensburg mætir Kiel í dag

Þýski handboltinn rúllar af stað í dag þegar stórliðin Flensburg og Kiel mætast í árlegum leik á milli Þýskalandsmeistaranna og bikarmeistaranna. Leikurinn hefst kl 17.30 og er í beinni útsendingu á SportTV á rás 15 hjá Símanum og á NovaTV. Þýska úrvalsdeildin verður á ferðinni í allan vetur á SportTV en þar verða sýndir 2-3 leikir í hverri umferð og allt í opinni dagskrá.