Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 20 ára og yngri mun ekki verða meðal þáttakenda á HM í Rússlandi í sumar.
Íslensku stelpunum nægði jafntefli í lokaleik sínum í undankeppninni gegn Austurríki en gestirnir unnu 22-25 og Ísland er því úr leik.
Í þessari frétt má sjá umfjöllun um leikinn, ásamt viðtölum við Elínu Jónu Þorsteinsdóttir sem átti stórleik í markinu og þjálfarann Einar Jónsson sem vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar.