Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Úrslitaeinvígið hefst á morgun hjá Gróttu og Stjörnunni

Það verður blásið til veislu á morgun á Seltjarnarnesi þegar Grótta og Stjarnan mætast í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna.

Sólveig Lára Kærnested og Eva Björk Davíðsdóttir eru eðlilega spenntar fyrir einvíginu en ekki alveg sammála hvort að Stjarnan flokkist sem "litla liðið" eða ekki.