Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Vranjes ekki lengur landsliðsþjálfari Ungverjalands

Ungverska handknattleikssambandið tilkynnti nú fyrir stundu að Ljubomir Vranjes hefði verið sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari A-landslið karla. Jafnframt segir í tilkynningunni að ungverska sambandið muni halda blaðamannafund á næstu dögum til þess þar sem farið verður yfir ástæður brotthvarfsins sem og nýr þjálfari kynntur til sögunnar.

Hér má lesa fréttatilkynninguna í heild sinni

"Stjórn ungverska handknattleikssambandsins hefur fylgst náðið með stöðunni síðustu vikur og mánuði og þeirri staðreynd að samningi Vranjes var sagt upp hjá Veszprém. Með tilliti til alls þess hefur stjórn sambandsins tekið þá ákvörðun að segja Vranjes upp sem landsliðsþjálfara sem og Björn Sätherström hans aðstoðarmanni. Þeir munu því ekki stýra liðinu á næsta heimsmeistaramóti sem fer fram í janúar. Næsti leikur liðsins er þann 24.október í undankeppni EM og því er stjórn sambandsins nú þegar farin að leita af nýjum eftirmanni."