Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Bikardrátturinn í heild sinni

Það verða sannkallaðir stórleikir í undanúrslitum Poweradebikars karla og kvenna í körfubolta en dregið var í hádeginu í beinni útsendingu hér á SportTV.is.

Dráttinn í heild sinni má sjá hér að ofan en í karlaflokki mætast KR og Tindastóll annars vegar og Skallagrímur og Stjarnan hins vegar. Hjá konunum tekur Keflavík á móti Snæfelli og Grindavík fær Njarðvík í heimsókn.