Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Harden og Rockets tóku oddaleikinn

James Harden skoraði 31 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Houston Rockets sem lagði Los Angeles Clippers 113-100 í oddaleik liðanna um sæti í úrslitum vesturdeildar NBA körfuboltans í nótt.

Houston vann þar með þrjá síðustu leikina í rimmu liðanna og mætir Golden State Warriors í úrslitum vesturdeildarinnar.