SportTV var stofnuð í september 2009 og skapaði sér sérstöðu með netútsendingum frá innlendum og erlendum íþróttaviðburðum.
SportTV hefur myndað og sýnt í beinni útsendingu yfir 2400 íslenska íþróttaviðburði frá margvíslegum íþróttagreinum auk þess að hafa sýnt frá viðburðum í samstarfi við aðra innlenda sem erlenda fjölmiðla bæði á neti og í sjónvarpi.

Síðan í september 2017 hefur SportTV átt samstarf með Sportmiðlum ehf. sem m.a. reka Sport.is og útvarpsstöðina SportFM og hefur SportTV séð um tæknilegan rekstur tveggja sjónvarpsstöðva undir merkjum SportTV fyrir Sportmiðla.